Já auðvitað er þetta rétt !

Nema Sjálfstæðismenn reyndu með öllum tiltækum ráðum að eyðileggja þetta fyrir þjóðinni !

Vona að Stjórnin sjá til þess að koma þessu máli í gegn sem fyrst og fólkið fái að kjósa um þetta.

Stundum finnst mér Sjálfstæðismenn vera skrum á lýðræðið, veit ekki afhverju ?

Vona að þeir taki sig tak eða girða sig í brók eða hvað sem menn vilja nota !

Ætli það séu sérhagsmunasamtök eins og alltaf sem reyna með öllum tiltækum ráðum að stöðva þetta mál ?

Kveðja

Jóhannes


mbl.is 66% styðja tillögur Stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það væri fróðlegt að vita hversu margir þeirra sem tóku afstöðu hafa kynnt sér tillögur Stjórnlagaráðs.  Getur hugsast að svarendur segi já vegna þess að það hlýtur að vera rétt svar?

Kjartan Sigurgeirsson, 27.4.2012 kl. 13:15

2 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Kjartan

Má vera að einhver hópur segi já án þess að hafa lesið sig til um málið, eins og þeir sem segja beint nei án þess að hafa gert það sama.

Sama á við stjórnmál, sumir kjósa bara einn flokk alla sýna ævi án þess að kynna sér hvað sá flokkur ætli að gera næsta kjörtímabil.

Líki þessu við að halda með fótboltaliði, allveg sama hvað á dynur skal ég samt sem áður vera róttækur stuðningsmaður þess :-)

Fáviska landans er ákjósanlegt verkfæri fyrir stjórnmálaflokka ekki rétt !

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 27.4.2012 kl. 15:30

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er talsvert til í þessu Jóhannes, ég á þó von á að meirihluti kjósenda lesi  tillögur stjórnlagaráðs áður en þeir kjósa um málið, öðru máli gegnir um þá sem hringt er í af einhverri spurningamaskínunni, menn undirbúa sig ekki fyrir það. 

Ég játa fúslega að þó svo ég hafi gluggað í tillögurnar, tel ég mig alls ekki í stakk búinn til að kjósa um þær, mundi lesa þær betur áður en ég kysi um málið.

Kjartan Sigurgeirsson, 27.4.2012 kl. 15:43

4 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Kjartan

Rétt hjá þér varðandi skoðanakannanir í gegnum síma.

Fólk svarar bara eins auðveldlega eins og það kemst upp með til að klára símtalið sem fyrst.

Vona að það verði ekki til fyrirbæri fyrir næstu alþingiskosningar sem heitir óbundnir !

Fólk hefur þá ekki hugmynd um hvaða stjórn það fær yfir sig, en ef svo þá ætti fólk ekki að væla um það að þeirra sjónarmið kæmu sér ekki til skila.Þá á ég við hvernig VG er búið að haga sér í vetur !

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 27.4.2012 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband