Af hverju er ekki rukkað í öll göng á Íslandi ?

Með nýrri tækni þá er hægt að mynda númeraplötur allra bíla sem keyra í gegnum göng á Íslandi. Senda svo reikning úr miðlægu gagnagrunnskerfi á viðkomandi eiganda bíls.

Þá væri mögulegt að flýta því að fara í fl. göng á landinu þar sem þeirra er þörf.

Bara eitthvað sem hægt væri að skoða.

Kveðja

Jóhannes


mbl.is Vestfirðingar skora á Ögmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld, það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk greiði veggjöld þegar það er að ferðast á milli bæja sem tilheyra sama bæjarfélagi.

 Væri svipað (ekki eins.. veit það) og að ætlast til þessa að RVK-ingar borgi veggjöld þegar þeir keyra í kópavog til að kíkja í Smárann, þá myndu bara allir rvk-ingar fara bara í Kringluna.

Tel veggjöld henta við ýmsar aðstæður, eins og hvalfjarðagöng... en  ekki í þessm tilfellum (Norðfj. göng og Dýrafjarðargöng)

kv.

GKA (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 21:41

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já kannski, en fólk þarf að hafa auraráð til að reka bíl, kaupum á bensíni og göngum. Til þess þarf fólk atvinnu sem skilar þeim lágmarkstekjum til framfærslu.

Ódýrast er fyrir bankarænda íslendinga að sitja bara heima, og sleppa því að kosta sig til og frá láglaunavinnu, og hvorki keyra bíl né borga í göng.

Það lítur helst út fyrir að Ísland eigi einungis að vera fyrir erlenda ferðamenn, og heimamenn geta svo bara farið til Noregs, ef þeir græða ekkert á að sitja atvinnulausir heima og horfa á erlenda ferðamenn keyra í gegnum göngin.

Þetta er kannski líka spurning um forgangsröðun, og lágmarks-virðingu fyrir þeim sem búa og vinna á Íslandi fyrir allt of lágum launum. Launum sem ekki standa undir framfærslukostnaði fjölskyldu á íslenskan kerfis-kröfu-mælikvarða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 21:51

3 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Góðan daginn

Ef þetta eru rökin, hvað með fólkið á Akranesi eða Borgarnesi sem sækir vinnu í Reykjavík og öfugt ?

Eitthvað kostar það fólk að fara á milli líka ?

Ef menn vilja göng þá er eðlilegt að greiða fyrir þau ekki rétt ?

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 12.5.2012 kl. 22:04

4 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæl Anna

Já næstu ár geta orðið erfið.

Enda er hér á Íslandi hæsta hlutfall þeirra sem eru í vanskilum með sín lán ef miðað er við önnur lönd.

Mikið talað um erfiðleika á Írlandi en það munar mörgum prósentum á vanskilum þeirra og okkar, þeim í hag.

Af hverju er það ?

Kveðja

Jóhannes  

Jóhannes B Pétursson, 12.5.2012 kl. 22:23

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er fínt að byrja með vegagjöldin til þess að kickstarta verkefninu.

Ef valið stendur á milli göng með gjaldi eða ekki neitt........

þá er valið auðvelt held ég.

hjá flestum.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.5.2012 kl. 23:15

6 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Eigum við þá ekki bara líka að rukka fyrir það að keyra yfir brú eða undir.  Eða yfir ljósastýrð gatnamót.  Málið er ekki að Vestfirðingar vilji einhvað meira en aðrir, þeir vilja bara að samgöngur hjá þeim séu samsvarandi við það sem gerist annarstaðar á landinu.  Að keyra um 60 ára gamla moldarvegi er ekki boðlegt og enn síður að þeir séu svo lokaðir 120-150 daga á ári.

Sigurður Jón Hreinsson, 12.5.2012 kl. 23:55

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður

Þú talar einsog hvergi er rukkað í göng.

Hefur þú keyrt Hvalfjörðinn?

Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2012 kl. 00:45

8 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Kvöldið

Ég er á því að Vestfirðingar eigi að hafa góða vegi. Þeir vegir sem eru í dag í notkun eru ekki boðlegir fyrir þá sem þar aka.

Þetta á líka við þá sem búa á Austurlandi.

Ég er bara á því ef öll göng séu gjaldskyld ( hóflegt verð ) þá væri mun fyrr hægt að ráðast í þessar framkvæmdir. 

Öllum til hagsbóta.

Þetta er hægt að framkvæma með nútímatækni án þess að gjaldskyld hlið séu við öll göng.

Annars óska ég ykkur góðs gengis að fá þessar vegabætur.

Kanski að það hefði verið best þegar Kaninn bauðst að leggja hringveginn fyrir okkur að taka því tilboði :-)

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 13.5.2012 kl. 02:33

9 identicon

Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2012 kl. 00:45

Ég skal ekki svara fyrir Sigurð, en fyrir mitt leyti, þá þarf fyrir það fyrsta að vera fært á milli, þá skal ég glaður borga.

Kannski er það hættulegt? að fólk á vestfjörðum fari að vinna saman?

someone Somewhere (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 04:29

10 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Þá væri mögulegt að flýta því að fara í fl. göng á landinu þar sem þeirra er þörf." Hvernig er það, er ekki rukkað sérstagt olíugjald á hvern lítra af eldsneyti? Er ekki líka lagður þungaskattur á öll ökutæki landsins til þess að standa straum af kosnaði við viðhald og uppbyggingu vegakerfisins? Skila þessir skattar ekki 114 miljörðum árlega að meðaltali 5 ár(skv fjárlagaskírslu ríkisins) á meðan ekki er áætlað að meira en 21 miljarðar fari í þetta í ár(vegalagningu, viðhaldi vega, rekstur vegagerðarinnar, ferjusamgöngur, rekstur sím-senda, jöfnun olíukosnaðar, rekstur vega svo sem ljós og annað)? Hvert fara þá þessir 93 miljarðar? Vaxtakosnaður ríkisinns er rúmur 91 miljarðuráætlaður í ár, hver er þá tilgangur með aukinni skattheimtu ef aðeins 18.5% fjármunana rata á réttan stað?

"Ef þetta eru rökin, hvað með fólkið á Akranesi eða Borgarnesi sem sækir vinnu í Reykjavík og öfugt ?" Hvalfjarðargöng voru ekki kostuð af almannafé

"Ef menn vilja göng þá er eðlilegt að greiða fyrir þau ekki rétt ?"Hefur þú aldrei tekið eftir þegar þú borgar fyrir eldsneyti? meira en helmingur af útsöluverðinu fer beint í skatta og megnið af því er eyrnamerkt samgöngu þessa lands.

"Ég er bara á því ef öll göng séu gjaldskyld ( hóflegt verð ) þá væri mun fyrr hægt að ráðast í þessar framkvæmdir. "  Mislæg gatnamót það sama og jarðgöng ef ekki meira. Væri ekki meira vit í að rukka alla þá sem keyra yfir öll mislægu gatnamót á Íslandi td miklabraut-reykjanesbraut eða miklabraut við kringluna?

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.5.2012 kl. 08:37

11 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Undir endan vantar eitt orð í eina línu "Mislæg gatnamót KOSTA það sama og jarðgöng"

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.5.2012 kl. 08:38

12 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Fyrir þá sem það vilja vita, þá hef ég keyrt fyrir Hvalfjörð.  Líka eftir að göngin voru tekin í gagnið.  Og það er víst vel hægt að komast þar um alla daga ársins og um þennann fína tvíbreiða malbikaða veg.  Það var ekki bein nauðsyn að gera Hvalfjarðargöng.  Það hefði kanski verið það ef vegurinn um fjörðinn væri ófær 120 daga á ári eins og staðan er á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar. 

Fólk á Vestfjörðum vinnur ágætlega saman og það vill gjarnan hafa tækifæri til að gera enn meira af því.  Málið er bara það að Vestfirðir eru tengdir saman með vegum frá 1950.  Er til of mikils ætlast að við fáum að sitja við sama borð og aðrir landsmenn ?

Sigurður Jón Hreinsson, 13.5.2012 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband