Afhverju eru þá þessir peningar ekki að skila sér til Íslands ?

Þá spyr ég afhverju eru þessir peningar ekki að skila sé til Íslands og þá að Íslenska Ríkið fái skatta af þessum fjármunum ?

Gæti verið að það liggji einhver önnur hugsun á bak við að hafa þessa peninga þarna ?

Það á að rekja alla peninga sem eru í skattaskjólum erlendis, því þeir eiga að vera skattlagðir hér.

Annað er þjófnaður.  

Kveðja

Jóhannes


mbl.is Páll Steingrímsson: Glórulausar hugmyndir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Komdu sæll getur tu kanski upplist mig um hvad tetta fjallar eru tetta peningar ur dotturfyrirtæki,eda hvad er tetta???madur fær svo litlar upplisingar var ad reina ad gugla  a tetta en er jafn frodur

Aftur a moti er eg honum sammala med inrætid hja Olinu og sansøglina

Þorsteinn J Þorsteinsson, 27.4.2012 kl. 11:08

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Ef þú átt fyrirtæki erlendis, með erlenda starfsmenn, með erlent lögheimili, nýtir erlendar auðlyndir, lýtur erlendum lögum og reglum, gerir upp í erlendri mynt, borgar skatta og skyldur erlendis í samræmi við þarlend lög, áttu þá að skila þessum peningum til Íslands? Og borga skatta af þeim hér á landi? Annars ertu þjófur?

Það er ekki heil brú í þessu hjá þér, því miður. Þú fellur akkúrat í þann rökleysu pytt sem DV er fallið í. Og langflestir sem kommenta þar.

Það eru margir Íslendingar sem eiga, eða eiga í, og reka, fyrirtæki erlendis og eru með allt sitt þar. Ekki eru þessir aðilar krafðir af DV og öðrum "fréttamiðlum" um að koma með allt sitt heim, annað sé þjófnaður. Af hverju ætli það sé?

Sigurjón Sveinsson, 27.4.2012 kl. 11:40

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

FYI: 70% af allri starfssemi Samherja er erlendis, að veiða fisk í erlendri lögsögu, með erlendan kvóta, í nafni erlendra dótturfélaga Samherja. Þessi félög lúta erlendum lögum.

http://www.samherji.is/is/erlend-starfsemi

"Samherji hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, eitt sér eða í samstarfi með öðrum. Samherji á hlut í og tekur virkan þátt í rekstri nokkurra útvegs- og fiskvinnslufyrirtækja í Evrópu og frá árinu 2007 teygir erlend starfssemi sig einnig til Afríku. Erlend starfsemi er um 70% af heildarstarfsemi félagsins."

Sigurjón Sveinsson, 27.4.2012 kl. 11:49

4 identicon

Það er ekki verið að tala um að skattgreiðslur þær sem Sigurjón Sveinsson nefnir hér að ofan berist til Íslands þ.e.a.s. af rekstri erlends dótturfyrirtækis. Hins vegar ef einstaklingar eða fyrirtæki á Íslandi eiga erlend dótturfyrirtæki þá vænta þeir þess að fá arð af rekstri þeirra. Það hlýtur því að vera eðlilegt að þegar kemur að þeirri arðgreiðslu að íslenskur einstaklingur eða íslenskt fyrirtæki greiði skatt af þeim aðrgreiðslum til íslenska ríkisins.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:51

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

GudmundurErtu ta ad seigja ad øll erlend fyrirtæki eigi bara ad fa ad fara med grodan ur landi vegna tess ad taug eru dotturfeløg einhvers risafyrirtækis erlendis???Tetta hlitur ad virka badar leidir

Se ekki alveg røkin fyrir tessu,en ef tu utskirir tad nanar ta væri tad ve lteigid

Þorsteinn J Þorsteinsson, 27.4.2012 kl. 12:08

6 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Guðmundur, hvað þetta varðar þá eru í gangi svokallaðir tvísköttunarsamningar milli þjóðríkja hvað þetta varðar.

http://www.rsk.is/einstakl/skattskylda/tvi

S.s. um þetta allt saman gilda lög, reglur og alþjóðlegir samningar.  Það er búið að "setja á blað" allt það sem "hlýtur að vera eðlilegt".

Sigurjón Sveinsson, 27.4.2012 kl. 12:36

7 identicon

Sæll Jóhannes; sem og aðrir gestir, þínir !

Hvers vegna; ættu fjármunir dugandi fólks yfirleitt, að komast í höndur stjórnmála- og Banka Mafíu glæpa gengjanna, íslenzku ?

Hugleiddu stundarkorn; í hvaða óráðsíu hítir, fjármunir okkar hafa farið, síðan við komum til starfa, á vinnumarkaði, Jóhannes minn.

Til dæmis; að taka, fær Lútherska ósiða- og siðleysis kirkjan, svokölluð Þjóðkirkja hérlendis, milli 5 - og 6.000.000.000.- Milljónir króna, í sitt sukk, úr vösum landsmanna árlega - og framleiðslu- og þjónustu fyrirtækjanna, sem einnig borga, í Svarthols hörmungina.

Ígrundaðu; það hlutskipti, Jóhannes síðuhafi.

Ætli fjármunum; sé ekki betur komið, í höndum þeirra, sem afla þeirra, fremur en viðbjóðslegu stjórnmála hyskinu, og nótum þess, gott fólk ?

Með kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 12:59

8 identicon

Hvað á það að koma íslenskum skattayfirvöldum við ef ég á fyrirtæki erlendis með erlenda kennitölu og starfa eftir lögum þess lands ég bara spyr

Árni R Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 15:47

9 identicon

Eins og ég skil málið að þá eru þetta eigur Kötlu Seafood sem eru vistaðar á kýpur, þe skip og aðrar rekstarvörur, þetta eru ekki beinharðir peningar, heldur fastafjármunir og gera þarf greinarmun þar á milli. Dv fréttin er á þann veg að Samherji eigi 8 miljarða í peningum á Kýpur, en svo er ekki þar sem um er að ræða fastafjármuni

bhh

bhh

BHH (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 21:21

10 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

kvöldið ágætu pennar

Í dag eru flestar ríkisstjórnir að leita uppi peninga í skattaskjólum sem eiga að vera skattlagðir heima fyrir.

Það má benda á ríkisstjórn Bandaríkjana er pressa aldeilis mikið á Svisslendinga og talið er að þar geti tapast 20.000 störf  í bankageiranum í Sviss.

Þjóðverjar eru að leita af peningum í skattaskjólum sem ekki hafa skilað sér í ríkiskassann.

Við eigum að gera það sama og ná þessum peningum heim.

Þeir ríku eiga að borga sinn skammt og ekki komast upp með neitt annað.

Annað er þjófnaður og á að sækja fyrir dómstólum.

Varðandi peninga í trúfélög þá er ég hjartanlega sammála því að þeim er betur varið í t.d. Landspítalann.

Þeir sem sækja kirkjur geta borgað rekstur þeirra af sínu fé, en ekki skattfé borgarans.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 27.4.2012 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband