Það versta við þetta !
1.5.2012 | 22:49
Það versta við þetta er að á Íslandi er farið með dýr eins og svona. Og þykir bara eðlilegt rétt eins og skila dós í Sopru. Engin viðurlög ekkert gert, eigum við að kalla okkur þjóð dýranýðinga ?
Sumir bændur komast upp með að fóðra ekki dýrin sín þannig að þau drepast úr hor eða héraðsdýralæknir þarf að koma og merkja þau dýr sem ekki geta lifað þessa meðferð af og slá þau af !
Eftir sem áður fær þetta fólk að halda restinni af dýrunum þrátt fyrir þessa meðferð.
Það er eitthvað að þessari mynd, vona að túrhestarnir sem ferðast um á Íslandi sjái ekki þessa bæi.
Afhverju taka ekki bændurnir sjálfir ekki til og kæra þessa meðferð, eða er þeim sama ?
Væri gaman að fá svör frá þeim í þessu bloggi, geri fastlega ráð fyrir að þeir lesi mbl.is
Hundum er drekkt með dekkjum, þessi kanína var eflaust gefin barni á heimilinu, svo þegar ekki var lengur gaman af henni þá var henni bara hent í ánna, vona að sá hin sami fái nokkrar martraðir næstu kvöld.
Sumir hafa þetta sem orðatiltæki :
what goes around comes around !
Hvar eru dýraverndunarlögin á Íslandi eða höfum við einhver ?
Af hverjur tekur lögreglan ekki fastar á þessu eða er henni sama ?
Afhverju þarf þetta að vera svona ?
Það hefur örugglega verið ömurlega lífsreynsla fyrir þessa kanínu þessar mínútur sem hún var í ánni.
Þú sá sem þetta gerði, segi ég við þig þú ert ekki mikill af manni kominn. frekar aumur ef eitthvað er.
Sumir trúa á karma það sem þú gerir í þessari ævi færð þú endurgoldið í því næsta, þannig ef það er satt, þá er betra fyrir þig að fara varlega !
Kveðja
Jóhannes
![]() |
Kanínu drekkt í poka í Ölfusá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigum við ekki að trú því frekar að einhver hafi fundið dauða kanínu og sett hana í poka og hent honum síðan í ána, vonandi þannig.
Ægir Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 07:30
Þetta er bara því miður alls ekki svo slæmur dauðdagi.
Ekki láta þér detta í hug að dauða-sprautan hjá dýralæknunum sé sársaukalaus.
Teitur Haraldsson, 2.5.2012 kl. 14:46
Sælir
Semsagt það er í lagi að troða dýrum í poka og drekkja eða binda á þau dekk eða stein og henda útí vatn ?
Það má vera að drukkna sé ekkert verra en annað, en hvernig við förum með dýr eins og gömul húsgögn er ekki í lagi.
Það eru til dýraverndunarlög í landinu og þau eru ekki til neins ef ekki er farið eftir þeim.
Það er ömurlegt að sjá til hvernig sumir bændur fara með bústofn sinn, menn taka sig til og eyðileggja arnarvörp.
Við ættum kanski að auglýsa erlendis hvað okkur finnst raunverulega um meðferðina ?
Það á enginn að geta gert hvað sem er við gæludýrið sitt, það er bara málið.
Það á enginn að geta gert hvað sem er við bústofn sinn eins og t.d. ekki fóðra dýrin.
Það má vera að fólk vita þetta ekki. En dýr finna til sársauka rétt eins og við og þess vegna eru lög sem eiga að vernda þau.
Þetta er bara mín skoðun á meðferð á dýrum.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 2.5.2012 kl. 20:27
Sæll Ægir
Það er auðvelt að kanna hvort hún hafi verið dauð eða lifandi þegar henni var hent í ánna.
Ef lungun hafa verið full af vatni þá var hún lifandi ef ekki þá var hún dauð.
Ef hún var lifandi þá var þetta bara hrottaskapur af manni sem er minna en hálfviti af gáfu !
Kveðja
Jóhannes B Pétursson, 2.5.2012 kl. 20:33
Fyrst þú ert með lagabókstafinn á hreinu, þá er sjálfsagt ekkert um að ræða.
En getur mögulega verið að lagabókstafurinn heilagi sé ekki réttur, og hugsanlega sé vit í að endurskoða hann?
Síðasta húsdýr sem við áttum sem þurfti að lóga þá kom dýralæknirinn heim og gerði það í forstofunni. Það var EKKI sársaukalaust (sagði bróðir minn, ég var ekki viðstaddur).
Þegar dýrið var dautt spurði dýralæknirinn hvort hann ætti að henda hræinu í gáminn eða hvort við vildum gera það.
Hingað til hefur sú huggun verið flestra sem misst hafa sjómenn að þetta hefur ekki verið talinn slæmur dauðdagi eða legustaður, þú ættir ekki að vanvirða það svo hugsunarlaust.
Teitur Haraldsson, 4.5.2012 kl. 09:21
Sæll Teitur
Bölvað bull í þér. Ég var ekki að óvirða sjómenn, hvar fékkst þú það í hausinn ?
Sjómenn hafa byggt upp Ísland og eru hetjur landsins.
Það er munur á því að binda fyrir poka hjá hjálparlausu dýri og sökkva í á það er aumingjaskapur !
Þú átt ekki að fara ílla með heimilisdýr né bústofn. Það var það sem ég sagði.
Sumir bændur fara ílla með bústofn sinn með vanfóðrun sem þarf svo að farga hjá héraðsdýralækni.
Veist þú hvað það er sárt að deyja úr sulti ?
Búið að vera fullt af fréttum sem koma að bændum og dauðu búfé og ekkert gert !
Það eru lög í landinu sem eiga að vernda dýr fyrir íllri meðferð, vonandi ert þú sammála því ?
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 4.5.2012 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.