Fé án hirðis !
31.3.2012 | 17:29
Ætli þessi orð marki ekki Pétur Blöndal stjórnmálamann þegar hann gaf skotleyfi á einkavæðingu bankanna og sparisjóðanna.
Allir vita hvernig þessir bankar voru tæmdir.
Ekki nóg með það heldur var seðlabankinn tæmdur líka.
Hver var seðlabankastjóri þá ?
Nei sjálfstæðisflokkurinn veit allt manna best :-)
Hvaða stofnun hr. Pétur er svo ílla sett að vera með fé án hirðis ?
Landsvirkjun ?
Kanski að Sjálfstæðisflokkurinn gæti einkavinavætt hana næst þegar þið komist til valda :-)
Kveðja
Jóhannes
Er hann með of lág laun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem Ísland þarf á að halda er þjóðstjórn. Skipið er farið að hallast ískyggilega og þegar ekkert gengur að þétta og dæla standa menn í stafni og troða illsakir í stað þess raunhæfra aðgerða. Þetta er hrein vitfirring. Það þarf að hlusta á okkar fremstu ungu hagfræðinga, ég nefni Ólaf Margeirsson sem dæmi, ekki gömlu brýnin sem eru fastir í gömlu mýtunum og flækir í net pólitíkusa. Almenningur, sem er meira og minna á örvæntingarfullum vergangi, á að krefjast þessa. Ef ekki með góðu þá með hörðu. Jón Bjarnson væri maður að meiri ef hann segði sig úr VG og ætti þátt í að fella Jógrímu. Við þurfum frið fyrir pólitíkusum til að grípa til réttra aðgerða og ákveða stefnuna.
Almenningur (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 18:02
Sammála þér í mörgu sem þú setur fram.
Verðbólga og verðtrygging er allt að drepa hér.
Krónan í frjálsu falli og allir rembast við að taka það litla sem eftir er af gjaldeyri þjóðarinnar úr landi.
Þjóðstjórn :-)
Búið að tala um þjóðstjórn frá 2008, ekki meðan fjórflokkarnir eru við stjórn.
Hlustaði á alþingismenn þegar var verið að fjalla um tillögur stjórnlagaráðs, ef þetta er ekki að stunda málþóf þá veit ég ekki hvað.
Með fullri virðingu við Alþingi þá endaði þetta eins og að hlusta á hænur í hænsnakofa.
Með fullri virðingu fyrir Íslendingum af hverju getum við ekki verið eins og svisslendingar ?
Þar er ekkert mál og sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu málefni.
Kanski gæti það verið að spilling í svo litlu landi sem Ísland er að það sé ómögulegt ?
Við stærum okkur á því að vera með elsta lögþing, en látum eins og krakkar þar.
Er þetta eitthvað til að stæra sig af ?
Veit ekki ?
Kær kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 31.3.2012 kl. 19:24
Almúginn fær þá stjórn sem hann á skilið. Fræðslumyndin um bavíanana á Indlandi var staðfærð í vikunni og talsett á Aþingi. Nema einu var breytt, bavíanarnir indversku hafa skipulag á aðgerðum sínum og standa saman!
Almenningur (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 19:38
Sæll.
Hvað er svona hræðilegt við það að illa rekin fyrirtæki fari á hausinn? Af hverju þarf að vera að blanda stjórnmálamönnum inn í þá umræðu?
Mistök ríkisins voru að bjarga þessum bönkum, þeir áttu allir að fá að fara lóðrétt á hausinn eins og illa rekin einkafyrirtæki gera. Markaðslögmálin eiga að fá að ráða.
Það er til einfalt ráð til að koma í veg fyrir spillingu: Taka völd af stjórnmálamönnum!
Helgi (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 08:03
Sæll Helgi
Hef ekkert við það að athuga að ílla rekin fyrirtæki fari á hausinn, enda hafði ég ekki skoðun á því í mínu bloggi.
Heldur það hvernig ríkisbankarnir voru einkavina væddir á sínum tíma, svo seinna sparisjóðirnir seldir inní þessar viðskiptablokkir.
Hvernig hugtakið fé án hirðis var notað til að réttlæta þessar sölur !
En ég lofa Reykjavíkurborg að halda þessar skoðanakannanir í gegnum netið og nota RSK lykilinn til að votta að réttur aðilli sé að senda atkvæðið.
Kanski að það sé lausnin á kosningum í framtíðinni ?
Eða allavega þegar fólk mætir á kjörstað þá laust við allan þennan pappír.
Tölvuvæða kosningarnar, fljótlegt og sparar pening.
Þá þarf fólkið að hafa með sér t.d RSK lykilinn til að kjósa á kjörstað.
Stjórnmál verða alltaf til í einu eða öðru formi og stjórnmálamenn líka bara spurning hvort það verði eins og þessi vitleysa sem við erum búin að horfa á frá 2008.
Hver veit ?
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 1.4.2012 kl. 13:13
Sæll.
Nú er allir að tala um hve illa einkavæðing bankanna tókst á sínum tíma. Veit núna einhver hver á bankana?
Það var alveg rétt að selja bankana þá en vanda hefði þurft meira til verka núna enda vinstri menn algerlega blindir á fjármál.
Helgi (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.