Já akkúrat

Í fréttum í gær var átakanleg lýsing á hvernig þessi króna hefur farið ílla með fólkið í landinu.

Þeir sem eru með sitt hjá umboðsmanni skuldara og þurfa að fara gera upp sín mál, eru að missa allt sem þau höfðu vegna hrunsins !

Konan hafði 15.000 kr. til að gera upp mánuðinn eftir reikninga og var með tvö börn.

Meira segja Pétur Blöndal getur ekki reddað þessum mánuði með sinni talnaspeki. 

Matvælaverð hefur rokið upp, bensínverð og aðrar nauðsynjavörur einnig.

Krónan hefur hríðfallið, er eins og flagg í 12 vindstigum. Gjaldeyrishöftin ríghalda í krónuna til að hún falli ekki eins og steinn.

Hér er Verðbólga sem er hæst í Evrópu.

Verðtrygging og okurvextir eru hér daglegt brauð.

Bankar neita að fara eftir lögum sem Hæstiréttur hefur dæmt !

Veit ekki í hvaða fílabeinsturni þessi maður lifir í. En það er allavega ekki í sama landi og þeir sem eru að missa allt sitt á þessu ári og komandi árum vegna verðtryggingar og krónunar !

Hafðu það gott Már og kanski hugsaðu til hennar og kanski prófaðu að upplifa það að hafa 15.000 á milli handanna.

Örugglega ekki þægileg tilfinning Már.

Kv.

Jóhannes 


mbl.is Már: Krónan hjálpaði Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband