Stríðsglæpamaðurinn Bashar al-Assad.
14.3.2012 | 03:05
Sniðugur hann Bashar al-Assad eða hittþó
Hann gerir þá fastlega ráð fyrir því að vera búinn að stráfella alla stjórnarandstæðinga fyrir þann tíma.
Þessa skúrka Assad og bræður ásamt herforingjum á alla að leiða fyrir dómstóla og dæma þá fyrir stríðsglæpi.
Myndir af konum og börnum myrt í Homs og fl. borgum er ömurleg birtingarmynd harðstjóra sem vílar ekkert fyrir sér að halda völdum. En mun falla eins og allir harðstjórar hafa gert bara spurning um tíma.
Menn sem eru með bundnar hendur aftur fyrir bak, drepnir sumir skornir á háls og með stungusár, er algjör viðbjóður.
Þó svo erlendum fréttamönnum sé bannað að að fjalla um þessa atburði í Sýrlandi þá hafa hetjur komist þangað til að fjalla um morðin fyrir okkur sem sitjum heima og erum í órafjarlægð frá þessum atburðum.
þó nokkrir fréttamenn hafa þegar látist og aðrir særst við að senda okkur upplýsingar um þetta stríð.
Þetta eru hetjur sem ekki er hægt að lofsama nægilega mikið og langar mig að nefna Marie Colvin sérstaklega, sem lést þegar hún var að fjalla um stríðið í Homs ( leiðrétting stríðsglæpina í Homs ).
http://www.bbc.co.uk/news/world-middle-east-17136427
fjöldamorðin í Homs og borgin lögð í rúst eins og sést hér :
http://www.youtube.com/watch?v=SyQIv5wyYGE
Hvar eru Sameinuðu þjóðinar ?
Þessi stofnun er gjörsamlega vonlaus að stoppa svona stríð og þarf virkilega að taka til hendinni !
Tvö dæmi um hversu vonlaus þessi stofnun er :
Rwanda þar sem 800.000 manns voru vegin af vígamönnum með sveðjur að vopni.
Það tók ekki nema 100 daga að slátra þessu fólki u.þ.b 3 x fólksfjöldi Íslands
Hvar voru Sameinuðu þjóðinar þá ?
Sameinuðu Þjóðinar voru að vísu þarna, en hermenn Sameinuðu Þjóðanna fengu skipanir að gera ekkert til að bjarga þessu fólki heldur koma sér bara burtu og skilja fólkið eftir. Svo beið fólkið bara eftir því að morðingjarnir kæmu og hjuggu það bara í tætlur með sveðjum að vopni.
Belgar sendu að vísu hermenn til að ná í hvíta fólkið og hirtu ekkert um aðra.
http://www.youtube.com/watch?v=l9FEpZRRFlM
http://news.bbc.co.uk/2/hi/1288230.stm
Svo er það Srebrenica morðin !
Þessi borg var undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna, hvað gerði svo Hollendingarnir sem vörðu fólkið í Srebrenica ? þeir löbbuðu í burtu frá þessu fólki og létu Serba strádrepa alla menn, hvort það séu ungir eða fullorðnir karlmenn.
Stundum spyr maður sig að því hvernig mannfólkið sé í raun og veru og hvursu auðvelt sé að breyta okkur í algjört villidýr.
Fjallað er um Srebrenica hér :
http://www.youtube.com/watch?v=Id4wtBJHMdU
http://www.youtube.com/watch?v=Hj25iI7Tdc0&feature=related
Sameinuðu Þjóðirnar hafa ekkert lært, munu aldrei læra þegar hagsmunaárekstrar stórveldanna ráða þar för.
Maður spyr sig, eru það ekki líka stríðsglæpir að gera ekki neitt ?
Ömurlegt en satt !
KV.
Jóhannes
Assad boðar þingkosningar í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.