Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Af hverju er ekki rukkað í öll göng á Íslandi ?
12.5.2012 | 21:10
Með nýrri tækni þá er hægt að mynda númeraplötur allra bíla sem keyra í gegnum göng á Íslandi. Senda svo reikning úr miðlægu gagnagrunnskerfi á viðkomandi eiganda bíls.
Þá væri mögulegt að flýta því að fara í fl. göng á landinu þar sem þeirra er þörf.
Bara eitthvað sem hægt væri að skoða.
Kveðja
Jóhannes
Vestfirðingar skora á Ögmund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bull í Vinstri grænum
4.5.2012 | 00:06
Ef það verður stríð þá mun Ísland ekki geta falið sig þó svo að enginn her sé hérna !
Við getum ekki falið okkur þó svo að við séum ekki í Nato ef það verður stríð !
Best er að vera í bandalagi sem ver Ísland ef það verður stríð sem í þessu tilfelli er Nato !
Við gátum ekki falið okkur í seinni heimstyrjöldinni þó svo að Ísland var herlaust land, stærri þjóðir munu taka Ísland hvað sem við tautum og raulum ef stríð brýst út í Evrópu. Svo við skulum vona að það verði aldrei aftur stríð eins og 1939 til 1945.
En miðað við sögu mannsins þá er það frekar líklegri möguleiki að annað stríð verði að veruleika enn að það verði ekki.
Skulum vona að Evrópusambandið haldi í mörg ár í viðbót en það er sterkasti varnaglinn gegn stríðsrekstri í Evrópu.
Hvað sem öðrum finnst um ESB.
En það er barnalegt að halda því fram að herlaust land sé öruggara en land með her ef svo þá væri ekkert land með her.
Kveðja
Jóhannes
Ísland segi sig úr Nató | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Læsa húsinu ef með þarf
3.5.2012 | 12:31
Læsa þingmenn inni þangað til öll mál klárast. Það ætti að banna með öllu málþóf á Alþingi. Af hverju skyldi virðing Alþingis vera svona lítil eins og sést í könnunum ?
Mér er spurn !
Kveðja
Jóhannes
Fundað fram á sumar ef þarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mæli með !
3.5.2012 | 01:00
Þar sem þetta er farið að minna á spaugstofuna þá væri jafnvel best að fækka þingmönnum í fjóra.
Þeir gætu svo kallað til aukaleikara ef með þarf.
Hættið þessu röfli og farið að vinna fyrir þjóðina !
Kveðja
Jóhannes
Mikið um andsvör við ræðum þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það versta við þetta !
1.5.2012 | 22:49
Það versta við þetta er að á Íslandi er farið með dýr eins og svona. Og þykir bara eðlilegt rétt eins og skila dós í Sopru. Engin viðurlög ekkert gert, eigum við að kalla okkur þjóð dýranýðinga ?
Sumir bændur komast upp með að fóðra ekki dýrin sín þannig að þau drepast úr hor eða héraðsdýralæknir þarf að koma og merkja þau dýr sem ekki geta lifað þessa meðferð af og slá þau af !
Eftir sem áður fær þetta fólk að halda restinni af dýrunum þrátt fyrir þessa meðferð.
Það er eitthvað að þessari mynd, vona að túrhestarnir sem ferðast um á Íslandi sjái ekki þessa bæi.
Afhverju taka ekki bændurnir sjálfir ekki til og kæra þessa meðferð, eða er þeim sama ?
Væri gaman að fá svör frá þeim í þessu bloggi, geri fastlega ráð fyrir að þeir lesi mbl.is
Hundum er drekkt með dekkjum, þessi kanína var eflaust gefin barni á heimilinu, svo þegar ekki var lengur gaman af henni þá var henni bara hent í ánna, vona að sá hin sami fái nokkrar martraðir næstu kvöld.
Sumir hafa þetta sem orðatiltæki :
what goes around comes around !
Hvar eru dýraverndunarlögin á Íslandi eða höfum við einhver ?
Af hverjur tekur lögreglan ekki fastar á þessu eða er henni sama ?
Afhverju þarf þetta að vera svona ?
Það hefur örugglega verið ömurlega lífsreynsla fyrir þessa kanínu þessar mínútur sem hún var í ánni.
Þú sá sem þetta gerði, segi ég við þig þú ert ekki mikill af manni kominn. frekar aumur ef eitthvað er.
Sumir trúa á karma það sem þú gerir í þessari ævi færð þú endurgoldið í því næsta, þannig ef það er satt, þá er betra fyrir þig að fara varlega !
Kveðja
Jóhannes
Kanínu drekkt í poka í Ölfusá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)