Alrangt hjá fréttamanni mbl.is

Nú fór fréttamaðurinn útaf sporinu.

Víst borða simpasar kjöt !

Eftir þriggja ártuga rannsóknir í Gombe vestur Tansaníu, þá hefur komið í ljós að simpasar veiða reglulega til matar rauða Colombus apa ásamt öðrum dýrum sem þeir ná til.

Talið er að kjötát simpasa sé í kringum 3% af fæðu þeirra og til marks um það að þeir séu að stefna í sömu átt og mannfólkið gerði á sínum tíma.

Þó svo að karlsimpasarnir taki aðallega þátt í drápunum þá eru kvensimpasar líka með þeim í þessum leiðangri og fá kjöt frá karlsimpösunum.

   

Flestir leiðangrar eru farnir við þurkatímann í Gombe og talið er að prótenrík fæða kjötsins komi á móti minna úrvali af plöntum og ávöxtum á þessum tíma.

Eins hef ég séð að ekki er óalgengt að stórir flokkar af Simpösum ráðist á minni hópa simpasa og leggi þá til munns.

Sjá hér að neðan grein frá Gombe :

http://www-bcf.usc.edu/~stanford/chimphunt.html

Bara rétt sé rétt :-)

Kveðja

Jóhannes

 

 

 


mbl.is Kjötát lykilatriði í þróun mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...þú meinar þá væntanlega

"Alrangt hjá vísandamönnunum í Háskólanum í Lundi" ?

Eða þá:

"Alrangt hjá blaðamanni vísindatímaritsins PLoS ONE" ?

Páll (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 17:01

2 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Páll

Já það má segja að ég geri athugasemd við þessa grein fréttarinar bæði við þann sem setti fréttina á mbl.is og eins þá sem skrifuðu þessa fræðigrein.

Það sem ég setti útá fréttina er :

Munurinn á mannskepnunni og stóru öpunum virðist einna helst liggja í því að menn borða kjöt en górillur, simpansar og órangútan apar ekki.

Einn virtasti fræðimaður um hegðun Simpasa er líklega Jane Goodall, og það var fyrir 40 árum sem hún varð vitni af þegar Simpasar veiddu sér til matar.

Ég hélt að fræðimenn við Háskólann í Lundi vissu þetta ?

Allavega átti fréttamaðurinn að grafa þetta upp :-)

Eins ef þú skoðar linkinn sem ég setti með fréttinni þá er fjallað um hvort þetta séu fyrstu skerf Simpasa á átt til þess hlutverks sem mannskeppnan fór á sínum tíma.

Vona að ég þurfi ekki að rökræða við fræðimenn þar sem ég mun örugglega tapa, en nokkuð viss að Simpasar séu kjötætur eins og t.d. Bavíanar ( apar ) sem fara mikið um á sléttum afríku og borða kjöt þegar þeir komast í það og veiða t.d. antilópur og önnur dýr.

Rétt er rétt og rangt er rangt :-)

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 17:32

3 identicon

Sá þá á Disvovery rífa í sig smáapana.

GB (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 17:40

4 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Daginn

Já og ekki gleyma því að Simpasar kunna að búa til verkfæri :-)

Oft hefur verið talið að maðurinn sé skyldastur Simpasanum en nýjar rannsóknir sýna að það sé Górillan sem er okkur næst.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 18:08

5 identicon

Það kemur strax fram í inngangi Plos greinarinnar að um 5% af fæðu simpansa sé kjöt. Það er því fréttamaður Mbl. sem fer með fleipur og það svo sem ekki í fyrsta skipti.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 20:15

6 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Guðmundur

Taldi það líklegra að rannsóknin væri rétt en fréttin hjá mbl.is væri röng :-)

Eins að maðurinn sé ekki eina apategundin sem býr til verkfæri.

Sést hefur til Górillu ásamt Simpusum nota verkfæri.

Mér er léttir að þurfa ekki að rökræða við vísindamenn Háskólans í Lundi :-)

Vanda sig mbl.is

Kveðja

Jóhannes 

Jóhannes B Pétursson, 23.4.2012 kl. 00:11

7 identicon

Rannsóknin talar ekki um dýr sem éta kjöt heldur kjötætur. Í rannsókninni var dýr flokkað sem kjötæta ef 20% eða meira af orkuþörf þeirra fékkst úr kjöti sem er nokkuð standard flokkun.

Sýnt var framá að dýr sem borða kjöt í allavega þessu mæli þurfa að hafa afkvæmi sín styttra á brjósti en dýr sem flokkast sem alætur eða jurtaætur.

They entered data on close to 70 mammalian species of various types into the model -- data on brain size and diet. Species for which at least 20 per cent of the energy content of their diet comes from meat were categorised as carnivores. The model shows that the young of all species cease to suckle when their brains have reached a particular stage of development on the path from conception to full brain-size. Carnivores, due to their high quality diet, can wean earlier than herbivores and omnivores.

Gunnar Valur (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 03:38

8 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Gunnar

Já það er allt gott og vel, bæði Simpasar og Bavíanar eru á leið þangað þó svo að það taki langan tíma rétt eins og þróunin á manninum var löng.

Það var ekki það sem ég var endilega að hafa athugasendir um heldur sú staðhæfing hjá mbl.is að simpasar og apar borðuðu ekki kjöt !

Sú staðhæfing er röng.

Eins sú staðhæfing varðandi verkfærin, t.d. Simpasar búa sér til verkfæri til að ná sér í mat, Górilla hefur sést nota verkfæri.

Önnur staðhæfing er varðandi tjáskipti, hefur þú séð Simpasa veiða ?

Tjáskipti þeirra eru ótrúlega flókin miðað við hvað stutt þeir eru komnir miðað við okkur.

Taktu eftir því að þeir veiða mun meira þegar ílla árar og gróður og ávextir eru af skornum skammti.

Það gæti verið mjög stutt í það að þeir færu alla leið, allavega eru þeir tilbúnir í þessa vegferð.

Kveðja

Jóhannes 

Jóhannes B Pétursson, 23.4.2012 kl. 07:05

9 identicon

Málið er, að ég held; það að mbl er ekki með neinn sér vísindafréttamann.. hugsanlega sama manneskja sem skrifar um tísku og vísindi. Svona ef maður miðar við margt ruglið sem mbl ber fram um hin ýmsu vísindi.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 11:00

10 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

DoctorE

Já það gæti verið skýringin :-)

Væri gaman að þeir hjá mbl.is leiðréttu sín mistök, eða allavega gerðu tilraun til þess.

Gætu líka útskýrt afhverju þeir skrifuðu fréttina svona !

Næst kemur örugglega frétt um að jörðin sé flöt eins og pizza :-)

Gæti verið gaman að leiðrétta þá frétt ekki rétt.

Nei þetta er létt grín, en þeir þurfa að vanda sig aðeins og gefa sér meiri tíma að setja meira kjöt á fréttirnar.

Þetta á víst að kalla tækni og vísinda vefur.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 23.4.2012 kl. 14:42

11 Smámynd: Jón

Sælir,

Ekki nema að fréttamaður hafi breytt fréttinni aðeins en núna stendur:

  • Munurinn á mannskepnunni og stóru öpunum virðist einna helst liggja í því að menn eru kjötætur en górillur, simpansar og órangútan apar almennt ekki nema í mjög litlum mæli.

"Í mjög litlum mæli ætti nú að samræmast þessum 3% sem þú minntist á."

Jón, 24.4.2012 kl. 13:06

12 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Jón

Já ég sá það og bara gott hjá mbl.is :-)

Þetta stóð áður :

Munurinn á mannskepnunni og stóru öpunum virðist einna helst liggja í því að menn borða kjöt en górillur, simpansar og órangútan apar ekki.

Eftir stendur að mér finnst fréttin gera dálítið lítið úr því hvað þessir Simpasar eru gáfaðir.

Þessir apar kunna að búa til verkfæri, tjáskipti þeirra eru mjög fullkomin. Ég sá 30 simpasa í hóp á veiðum, þegar þeir lögðu af stað þá var stemmingin byggð upp í hópnum. Þar var Simpasi sem stjórnaði þessum aðgerðum, stoppuðu reglulega til að hlusta á hvar hljóðin í öðrum simpusum væru og þegar þeir komu nær þeim þá var allgjört hljóð í hópnum þangað til þeir lögðu til atlögu og veiddu simpasa til matar.

Flokkur hermanna hefði verið stoltur af því hvernig þeir fóru að.

Stundum er gott að fylgjast með hvað þessir apar eru gáfaðir í stað þess að búa til frétt sem dregur þá niður.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 24.4.2012 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband