Næ þessu ekki !
22.4.2012 | 12:16
Daginn
Hafði heyrt að vandinn sé það mikill að það bíða meira en 700 milljarðar eftir því að komast úr landi, held að útlendingar vilji koma þessu fé úr landi hvort sem við verðum í ESB eða ekki.
Held að þeir sömu hafi engan áhuga á því að koma til Íslands með meira fé miðað við þá einangrunarhyggju sem margir vilja stefna að á Íslandi.
Sigmundur talaði um að ef við værum með Evru þá gætum við ekki prentað peninga að vild ?
Er það ekki einmitt það sem við þurfum að varast að leyfa stjórnvöldum að prenta peninga að vild eftir því hvað þeir eru búnir að lofa eftir kosningar.
Höfum við alltaf áhuga á því að fá yfir okkur verðbólgu sem er yfir 20% eða meira á ári ?
Losnum við einhvertíma við verðtryggingu ?
Ég held að þessi gjaldeyrishöft séu kominn til að vera.
Undanfarin 20 ár þá hafa útlendingar ekki verið að flykkjast til Íslands með fyrirtæki nema að frá sé talið álver, hvað þá núna.
Barnaskapur að halda annað.
Kveðja
Jóhannes
Evran engin lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
heyr heyr ..........Held að þeir sömu hafi engan áhuga á því að koma til Íslands með meira fé miðað við þá einangrunarhyggju sem margir vilja stefna að á Íslandi. - nákvæmlega og hárrétt hjá þér en menn láta alltaf eins og hér séu öll tækifærin á jarðskorpunni og við séum það sem allir eru að leita að!!! Ef að svo væri þá værum við ekki þar sem við erum í dag - einfallt og kýrskýrt
Gísli Foster Hjartarson, 22.4.2012 kl. 13:51
Sæll Gísli
Þetta gæti verið lausnin.
1.
Bjóða þeim sem eiga aflandskrónur að taka þetta út með skömmum fyrirvara með 50% afföllum og 50% færi í ríkiskassann.
2.
Bjóða þeim sem vilja bíða lengur að taka út 50% og 25% færi í hlutabréfakaup innanlands, t.d. í banka og tæknifyrirtæki eða önnur fyrirtæki sem eru álitlegur fjárfestingakostur, 25% færi í ríkiskassann.
3.
Bjóða þeim 100% en biðtími innlausnar gæti verið óralangur og óvíst hvort þeir hafa þolinmæði að bíða :-)
Það má kanski benda fyrir hrun þá hópuðust hingað fjárfestar að kaupa Jöklabréf og fl. bréf með ofurvöxtum miðað við það sem fékkst í Evrópu. miðað við þá staðreynd þá gæti verið áhugavert fyrir þessa fjárfesta að fara út með 50% í dag og ríkið tæki rest :-)
Þetta mál er hægt að leysa það þarf bara vilja og trú á verkið.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 17:43
Er það ekki einmitt það sem við þurfum að varast að leyfa stjórnvöldum að prenta peninga að vild eftir því hvað þeir eru búnir að lofa eftir kosningar.
Viltu frekar treysta ítölskum herramanni í Frankfürt til að gæta hagsmuna þinna þegar hann tekur slíkar ákvarðanir?
Losnum við einhvertíma við verðtryggingu ?
Við losnuðum við hana á hluta neytendalána árið 1994 og á restinni árið 2001 þar með talið húsnæðislánunum. Rétt eins og með gengistrygginguna á bara eftir að reyna á það fyrir dómstólum.
Ég held að þessi gjaldeyrishöft séu kominn til að vera.
Fínt. Og rökin fyrir öðru eru hver nákvæmlega...?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2012 kl. 03:50
Sæll Guðmundur
Þú spyrð :
Er það ekki einmitt það sem við þurfum að varast að leyfa stjórnvöldum að prenta peninga að vild eftir því hvað þeir eru búnir að lofa eftir kosningar
Viltu frekar treysta ítölskum herramanni í Frankfürt til að gæta hagsmuna þinna þegar hann tekur slíkar ákvarðanir?
Svar :
Reynslan sýnir okkur hér á Íslandi að peninga prentun gefur annaðhvort mikla verðbólgu eða gengið sé fellt.
Er það virkilega það sem almenningur þarf að borga fyrir vanhæfa ríkisstjórnir. Eins og þú veist þá er almenningur mjög skuldsettur eftir 110% leiðina.
Já ég er á því að við ættum að læra af Þjóðverjum um aga í fjármálum.
Það er allt í lagi að læra af þeim sem vel hefur tekist til og ættum ekki að skammast okkur fyrir það.
Þú spyrð :
Losnum við einhvertíma við verðtryggingu ?
Við losnuðum við hana á hluta neytendalána árið 1994 og á restinni árið 2001 þar með talið húsnæðislánunum. Rétt eins og með gengistrygginguna á bara eftir að reyna á það fyrir dómstólum.
Svar :
Já með aga í fjármálum ríkisstjórnar þá losnar þú við verðtryggingu annars ekki, þá erum við að tala um langtímalán.
Þú spyrð mig :
Ég held að þessi gjaldeyrishöft séu kominn til að vera.
Fínt. Og rökin fyrir öðru eru hver nákvæmlega...?
Svar :
Ef staðan er sú að við eigum eftir að greiða út í gjaldeyri yfir 700 milljarða þá er það hræðileg staða og við eigum ekki gjaldeyri fyrir því :-)
Lausn :
Kanski það sem ég nefndi hér fyrir ofan ?
1.
Bjóða þeim sem eiga aflandskrónur að taka þetta út með skömmum fyrirvara með 50% afföllum og 50% færi í ríkiskassann.
2.
Bjóða þeim sem vilja bíða lengur að taka út 50% og 25% færi í hlutabréfakaup innanlands, t.d. í banka og tæknifyrirtæki eða önnur fyrirtæki sem eru álitlegur fjárfestingakostur, 25% færi í ríkiskassann.
3.
Bjóða þeim 100% en biðtími innlausnar gæti verið óralangur og óvíst hvort þeir hafa þolinmæði að bíða :-)
Það má kanski benda fyrir hrun þá hópuðust hingað fjárfestar að kaupa Jöklabréf og fl. bréf með ofurvöxtum miðað við það sem fékkst í Evrópu. miðað við þá staðreynd þá gæti verið áhugavert fyrir þessa fjárfesta að fara út með 50% í dag og ríkið tæki rest :-)
Þetta mál er hægt að leysa það þarf bara vilja og trú á verkið.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 23.4.2012 kl. 06:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.